Rafmagnslaust varð í Glerárhverfi og víðar á Akureyri um kl. 20.30 og varði straumleysið í réttar 30 mínútur.
Ástæðan er bilun í rafstreng í aðveitustöð II í Kollugerði (við Urðargil). Enn er ekki vitað hvað olli bilun í strengnum en hann er ónýtur neðan við svonefndan endabúnað í aðveitustöðinni.
Vel gekk að koma rafmagninu á miðað við aðstæður en hringtengingar gera kleift að fæða einstök svæði úr fleiri en einni átt eins og það er nefnt.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15