6. jan 2017

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2017

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2017

Norðurorka hf. auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október s.l. og rann umsóknarfrestur út þann 14. nóvember.

Alls bárust 81 umsóknir frá 79 aðilum (sama félag í sumum tilvikum með umsóknir um fleiri en eitt verkefni).  Flestar umsóknir bárust frá aðilum á Akureyri og síðan af Eyjafjarðarsvæðinu en nokkrar umsóknir frá öðrum stöðum.

Eins og áður eru verkefnin mjög fjölbreytt og greinilega mikil gróska í samfélaginu á fjölmörgum sviðum. Að þessu sinni hljóta 45 verkefni styrk og heildarfjárhæð styrkja sjö milljónir króna.

Flest verkefnin eru á sviði menningar og lista en einnig verkefni á íþróttasviðinu og ýmiskonar fræðslu og útgáfustarf.

Áhersla er lögð á verkefni á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsveit þ.e. starfssvæði Norðurorku en styrkir hafa þó farið á verkefni á landsvísu einnig.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau verkefni eða þá aðila sem hljóta styrk, en einnig hópmynd af styrkþegum eða fulltrúum þeirra. Myndin er tekin í Flugsafni Íslands en styrkirnir voru afhentir við athöfn sem fór fram þar í dag.

Umsækjandi - styrkþegi málefni
Akureyrar Akademían Fræðandi fyrirlestrar fyrir íbúa öldrunarheimila
Akureyrarkirkja - safnaðarnefnd Sýning um byggingarsögu Akureyrarkirkju
Anita Karin Guttesen Listasmiðjan Laugum - sýningarrými o.fl.
Anna Lóa Ólafsdóttir Einn blár strengur - átaksverkefni - kynbundið ofbeldi
Hollvinasamtök SAk. vegna Blóðbankans Búnaðarkaup - blóðtökubekkir
Brynjar Karl Óttarsson Saga Kristneshælis - 90 ára afmæli 2017
DAM verkefni Oddeyrarskóla Innleiðing á DAM - vinna gegn kvíða og neikvæðri líðan
Eyþór Ingi Jónsson Klassík í nýjum klæðum - samstarf við Sigurð Flosason.
Fanney Kr. Snjólaugardóttir Tónleikaröð 2017 - verk gleymdra kvenna
Fimleikafélag Akureyrar Parkour áhöld 
Fjallasalir Uppbygging á safnamiðstöð á Ólafsfirði
Freyvangsleikhúsið Leiksýning í tilefni  50 ára afmælis
Golfklúbbur Akureyrar Efling barna og unglingastarfs
Grófin Geðverndarmiðstöð Rekstur miðstöðvar, námskeið o.fl.
Hafþór Andri Sigrúnarsson Afreksstyrkur - U20 Landsliðið í íshokký
Handverkshátíðin Eyjafjarðarsveit Listasmiðja fyrir börn á handverkshátíðinni 2017
Háskólinn á Akureyri Vísindaskóli unga fólksins
Hjálpræðisherinn á Akureyri Listasmiðja fyrir unglinga - barna og unglingastarf
Hreinn Halldórsson Tréskúlptúrar - menningartengd ferðaþjónusta.
Hymnodía  Tónleikar með Voces Thules 2017
Ingunn Högnadóttir Verkefni til stuðnings einstaklingum með málstol
Írís Hrönn Kristinsdóttir í samstarfi við MS-HA Forritun í gegnum leik
Íþróttafélagið Akur Keppnisferð til Svíþjóðar
Jóhann Þór Hólmgrímsson Vetrarólympíuleikar fatlaðra 2018
Knattspyrnufélag Akureyrar  Vinna að áætlun gegn einelti
Kammerkór Norðurlands Tónleikar og tónleikaferð
Karlakór Akureyrar Geysir Karlakóramót
Kirkjukór Laugalandsprestakalls Útgáfa á geisladisk
Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar Menningarstundir í tilefni 150 ára afmælis
Kirkjukór Ólafsfjarðar Afmælishátíð 100 ára afmæli kórs
Kór Akureyarkrikju Tónleikar og tónleikaferð
Kvennakór Akureyrar Kóramót
Kvennfélagið Hlíf Hjálp í heimabyggð
Lauf Hrólfsdóttir Námskeið - næring á meðgöngu
Sveinn Jónsson Minnisvarði um Látra Björgu
Leikfélag VMA Leiksýning og félagsstarf
Leikklúbburinn Krafla Sæborg í sókn - sýning
Listvinafélag Akureyrarkirkju Kirkjulistavika 2017
Menningarfélagið Hraun Söguskilti í Öxnadal
NyArk Media ehf Damaskus Rósin - heimildarmynd um flóttamenn
Sambýlið Borgargili 1 Koma upp heitum potti í sambýlið
Skíðafélag Siglufjarðar Fjallaskíðamennska - æfingar og mót
Svavar Alfreð Jónsson Ljósmyndabók um Eyfirska fossa
Ungmennafélagið Smárinn Barna- og unglingastarf
Úlfur Logason Afreksstyrkur - listnám

 

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2017 hópmynd