Kortasjá Norðurorku

Til að hafa góða sýn yfir lagnakerfið á veitusvæði Norðurorku hefur Norðurorka á undanförnum árum byggt upp öflugan gagnagrunn með upplýsingum um staðsetningu lagna. Í kortasjá Norðurorku má finna grunnupplýsingar um lagnir en starfsfólk okkar veitir ítarlegri upplýsingar, svo sem um nákvæma staðsetningu lagna, dýpi þeirra, aldur og gerð.

Allar nýframkvæmdir eru GPS-mældar af verktökum eða starfsfólki Norðurorku og upplýsingum bætt inn í teiknikerfið. Þannig er tryggt að haldið sé utan um raunstaðsetningu nýrra lagna í gagnagrunni sem heldur áfram að stækka. 

KORTASJÁ NORÐURORKU