Fráveita

Ný verðskrá fráveitu tók gildi 1. janúar 2025

Fráveitugjald

Samkvæmt 14. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er heimilt að innheimta fráveitugjald af öllum fasteignum þar sem tenging er fyrir hendi við mörk fasteignar. Að jafnaði hefst innheimta við byggingarstig 4. Fráveitugjöld eru innheimt með fasteignagjöldum.

Fráveitugjald samanstendur af fastagjaldi á hverja matseiningu og gjaldi sem miðast við stærð eignar (fermetragjald) skv. fasteignaskrá. Hámark fráveitugjalds er 0,5% af fasteignamati skv. 15. gr. laga 9/2009. Liggi ekki fyrir upplýsingar um flatarmál fasteignar í fasteignaskrá skal gjaldið taka mið af fasteignamati, þ.e. vera 0,15% af fasteignamati matshluta. Bílskúrar og sambærilegt húsnæði sem stendur við íbúðarhús (á sömu lóð) er undanþegið fastagjaldi.

  • Árlegt fráveitugjald af íbúðarhúsnæði er fastagjald kr. 15.138 á matseiningu og kr. 357,67 á hvern m2.
  • Árlegt fráveitugjald af öðru húsnæði en á íbúðarhúsnæði er fastagjald kr. 15.138 á matseiningu og kr. 357,67 á hvern m2.

Heimilt er að innheimta sérstakt aukagjald ef frárennsli er svo mengað að það leiði til sérstakra aðgerða við fráveitukerfið, svo sem ef losun fer yfir skilgreind losunarmörk. Sérstakar aðgerðir geta einkum falið í sér sértæka hreinsun eða breytingu. Við ákvörðun gjaldsins skal miða við áætlaðan kostnað við aðgerðirnar (sjá nánar í skilmálum fráveitu og viðkomandi reglugerðum).

Þar sem fráveitulögn er tengd rotþró annast Norðurorka viðhald og hreinsun rotþróarinnar enda greiði aðili fráveitugjald.

Fráveitugjöld eru undanþegin virðisaukaskatti. Sjá verðskrá í heild ásamt skilmálum hér að neðan.

Verðskrá fráveitu (PDF)

Skilmálar fráveitu

Hafðu samband við okkur í síma 460-1300 eða á no@no.is ef þig vantar frekari upplýsingar.