Áætlunarreikningur byggir á meðaltals dagsnotkun síðasta árs. Reynt er að hafa áætlunina sem næsta raunverulegri notkun en hægt er að hafa samband við okkur og fá áætlun endurskoðaða. Þá er mikilvægt að vera með tölur af mæli (sjá leiðbeiningar um mælaálestur HÉR).
Uppgjörsreikningur er að öllu jöfnu sendur út einu sinni á ári eftir að árlegur álestur mæla hefur farið fram. Ef misræmi er á áætlun og notkun kemur það fram á uppgjörsreikningi.
Hér má sjá sýnishorn af orkureikningum