Fréttir & tilkynningar

Norðurorka hlaut endurnýjun jafnlaunavottunar 2025-2028

Norðurorka leggur áherslu á að gæta skuli fyllsta jafnréttis milli kynja og að hver og einn einstaklingur verði metinn á grundvelli eigin kunnáttu og hæfileika og fái notið jafns réttar. 

Leitum að metnaðarfullum og kraftmiklum lögfræðingi

Um er að ræða nýtt og spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að leiða lögfræðitengd verkefni félagsins.

Vinnustaður í fremstu röð

Síðastliðið ár hefur Norðurorka nýtt sér púlsmælingar Moodup. Reglulegar púlsmælingar gefa stjórnendum heildstæða mynd af líðan starfsfólks og gera þeim kleift að auka starfsánægju á vinnustaðnum enn frekar.

Veður farið að ganga niður

Hellirigning, miklar leysingar og frosin jörð hafa valdið óvenju miklu álagi á fráveitukerfi bæjarins og því hefur mikil áhersla verið lögð á að fráveitan nái að sinna sínu hlutverki eins vel og mögulegt er.

Hættur víða vegna veðurs

Nú er aftakaveður aftur skollið á og staðan orðin þung víða. Sem dæmi um verkefni dagsins má nefna að vegna vatnságangs er háspennustrengur við Skautahöllina farinn í sundur og einnig ljósleiðari.

Vonskuveður veldur vatnsflóði á Akureyri

Vonskuveður hefur gengið yfir svæðið í dag með miklu vatnsveðri. Mikil rigning og leysing hefur valdið vatnsflóði víða um bæinn, þá sérstaklega niður Lækjargilið, Hafnarstræti og göturnar þar í kring urðu illa úti.

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2025

Miðvikudaginn 29. janúar, fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2025.

Afköst Reykjaveitu aukin með nýrri dælu

Norðurorka hefur frá árinu 2007 rekið hitaveitu í Fnjóskadal og Grýtubakkahreppi, Reykjaveitu. Nýlega var sett upp ný og stærri dæla á vinnslusvæðinu á Reykjum.

Breyttur opnunartími vegna námskeiða

Um er að ræða dagana 13. og 24. janúar. Sjá frekari upplýsingar í frétt.

Afrek og sigrar ársins 2024

Árið 2024 var viðburðaríkt ár hjá Norðurorku. Verkefnin voru fjölbreytt og endurspegla vel það stóra hlutverk sem Norðurorka gegnir í samfélaginu.