Mismunandi kerfi raforku á Akureyri

Í dreifikerfi rafmagns á Akureyri eru tvö mismunandi kerfi raforku:

  • TT spennukerfi. 230V á milli fasa í 3-fasa, þriggja leiðara kerfum. 
  • TN-C spennukerfi. 230V á milli fasa og N-leiðara, og 400 V milli fasa í 3-fasa, fjögurra leiðara kerfum. 

Á myndinni hér að neðan má sjá nokkurn veginn hvar skilin á milli kerfanna eru. Á gulu svæðunum er gamla TT spennukerfið. Nýja TN-C spennukerfið er á ólitaða svæðinu utan þess.

Hægt er að smella á myndina fyrir betri upplausn.


Öll endurnýjun búnaðar miðast við að TT afleggist og TN-C komi í staðinn. Góður árangur hefur náðst í því á síðustu árum, en um er að ræða tímafrekt verkefni og því ljóst að mörg ár gætu liðið þangað til síðasta húsinu verður breytt.

TN-C spennukerfi er almennt í öllum hverfum Akureyrar sem byggð eru eftir um 1970, t.d. ofan Mýrarvegar. Eldri hverfi neðan Mýrarvegar og á Eyrinni eru að stórum hluta með TT spennukerfi. Sama á við um eitt svæði í nyrðri hluta Holtahverfis.

Spennubreytingar til næstu þriggja ára og áunnin svæði

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá á hvaða svæðum verður farið í spennubreytingar næstu þrjú árin og á hvaða svæðum er nú þegar búið að spennubreyta. Gott er að hafa í huga að ólituð gata getur annað hvort þýtt að búið sé að spennubreyta eða hún sé á dagskrá handan þriggja ára áætlunarinnar (sbr. kort hér að ofan). Fyrirhuguð áætlun miðast við að samnýta framkvæmdir samhliða Akureyrarbæ sem og öðrum aðilum eftir atvikum. Forgangsröðun spennubreytinga getur tekið breytingum, s.s. einstaka hús milli svæða og út frá stærri framkvæmdum samhliða öðrum verkefnum og því birt með fyrirvara.