Áður en hafist er handa við hönnun á skipulagi lóða er mikilvægt að kanna hvaða fyrirtæki munu afhenda tengingar á rafveitu, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og fjarskiptum á svæðinu. Þegar það liggur fyrir getur verið gott að kynna sér hvort tengingar gangi upp á umræddu svæði.
Öllu jafna fá veitufyrirtæki deiliskipulagsbreytingar á sínu starfssvæði til umfjöllunar. Það er þó mikilvægt að aðilar sem standa á bak við slík verkefni kynni sér hvaða fyrirtæki munu afhenda tengingar á svæðinu og ræði við þau. Eins er mikilvægt að kynna sér vel það sem kemur fram í umfjöllun skipulagsbreytinga frá viðeigandi veitufyrirtækjum.
Gott er að hafa í huga að tengingar að ný skipulagðri götu eða hverfum getur tekið nokkrar vikur eða mánuði. Því er mikilvægt að hefja samtalið sem fyrst
Hönnun og lagning veitukerfa
Misjafnt er milli veitufyrirtækja hvernig unnið er að hönnun og lagningu veitukerfa og því er mikilvægt að kynna sér þessi mál tímanlega. Hér fyrir neðan verður farið yfir það hvernig ferlið virkar hjá Norðurorku.
Að bæta við minni eða stærri hverfum í dreifikerfi Norðurorku getur verið allt frá því að vera einfalt í það að vera ógerlegt. Að sama skapi getur því fylgt mikill kostnaður sem að Norðurorku er óheimilt að fella á aðra notendur viðkomandi veitu. Því er afar mikilvægt að hefja tímalega samtal við Norðurorku um fyrirhugaðar framkvæmdir þar sem samið er um meðal annars hvaða atriðum þarf að ganga frá áður en vinna við hönnun hefst.
Hönnun veitukerfa hefst þegar allir aðilar sem koma að verkinu (forsvarsmenn skipulags og viðeigandi veitufyrirtækis) eru sammála um hvernig verkið skuli unnið. Á þessum tímapunkti er gott að hafa í huga að ekki er búið að fullhanna né panta efni í veitukerfin sem þýðir að 2-12 vikur geta liðið þar til klárt er að hefja verk. Þessi tími skýrist af því að það getur tekið allt að 12 vikur að tryggja sér efni. Eins er rétt að ítreka að í flóknari verkefnum getur verið um lengri tíma að ræða.
Norðurorka gerir kröfu um eftirfarandi atriði