Hér að neðan má sjá ýmsar stefnur Norðurorku sem samþykktar hafa verið af stjórn fyrirtækisins.
Við leggjum áherslu á öryggismál í allri okkar starfsemi. Það er ekkert verk svo mikilvægt að það réttlæti að starfsfólk eða aðrir hætti lífi sínu eða heilsu við vinnu.
Við gætum fyllsta jafnréttis milli kynja og að hver og einn einstaklingur verði metinn á grundvelli eigin kunnáttu og hæfileika og fái notið jafns réttar.
Við viljum vera í fararbroddi í umhverfismálum og leitumst ávallt við að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið.
Við kappkostum að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á starfsmannaval, jafnrétti, launajafnrétti, starfsumhverfi, upplýsingastreymi, starfsþróun og fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður með gildi fyrirtækisins, Virðing - Fagmennska - Traust að leiðarljósi.
Við viljum hafa hæft, ábyrgt og áhugasamt starfsfólk sem sameiginlega skapar vinnuumhverfi sem einkennist af metnaði og jákvæðni. Launastefna Norðurorku, sem tekur til alls starfsfólks, hefur það markmið að launamunur sé málefnalegur og að tryggja öllu starfsfólki sömu laun fyrir sömu störf og jöfn kjör fyrir jafnverðmætt vinnuframlag.
Við viljum vera til fyrirmyndar í meðferð persónuupplýsinga með gildi fyrirtækisins, Virðing - Fagmennska - Traust, að leiðarljósi. Norðurorka stuðlar að upplýsingaöryggi og faglegri meðferð persónuupplýsinga með eftirfarandi stefnu: