Bakhjarla- og stjórnarstyrkir

Stjórnar- og bakhjarlastyrkir Norðurorku eru veittir til verkefna sem styðja við jákvæða þróun samfélags innan veitusvæðis. 

Stjórnarstyrkir

Hvert verkefni getur aðeins hlotið stjórnarstyrk einu sinni og ekki er hægt að sækja um styrk fyrir verkefni sem þegar hefur verið unnið. Við afgreiðslu umsókna er meðal annars horft til eftirfarandi þátta: 

  • Að starfsemi nýtist og sé innan þjónustusvæðisins
  • Að styrkur nýtist til tækja og búnaðar sem hefur notagildi til aukinna lífsgæða
  • Að starfsemi falli að stefnu Norðurorku í umhverfismálum
  • Að starfsemi falli að stefnu Norðurorku í jafnréttismálum
  • Hvort starfsemi sé hagnaðardrifin

Stjórn fer yfir umsóknir um stjórnarstyrki tvisvar sinnum á ári, í júní og desember.
Næsta úthlutun fer fram í júní 2025 og er umsóknafrestur til og með 31. maí 2025
Öllum umsóknum er svarað.

Sækja um stjórnarstyrk

 
Bakhjarlastyrkir

Bakhjarlastyrkir skiptast í tvo flokka þar sem annarsvegar er samið um samstarf til allt að 5 ára í senn og hinsvegar er samið um styttra samstarf. Við afgreiðslu umsókna er meðal annars horft til eftirfarandi þátta:

  • Að starfsemin sé innan þjónustusvæðis
  • Hvort um samfélagslegt verkefni sé að ræða
  • Hvort starfsemi sé hagnaðardrifin

Stjórn fer yfir umsóknir um stjórnarstyrki tvisvar sinnum á ári, í júní og desember.
Næsta úthlutun fer fram í júní 2025 og er umsóknafrestur til og með 31. maí 2025
Öllum umsóknum er svarað.

Sækja um bakhjarlastyrk