Mælaálestur

Lesa þarf af sölumælum að lágmarki einu sinni á ári og er álesturinn grunnurinn í gerð uppgjörsreiknings. Eins er mikilvægt að mælaálestur fari fram við notendaskipti.   

Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.

Árlegur mælaálestur v/uppgjörsreiknings - Viðskiptavinir skila sjálfir inn álestri (leiðb.)

Norðurorka hefur innleitt nýja lausn sem gerir viðskiptavinum kleift að skila sjálfir inn rafrænum álestri í gegnum "Mínar síður".

Undanfarin ár hafa álesarar bankað uppá hjá viðskiptavinum og lesið af mælum en með þessum nýja möguleika getum við takmarkað heimsóknir inn á heimili viðskiptavina. 

Ferlið er bæði einfalt og fljótlegt og hægt er að senda skráningu í gegnum tölvu eða snjallsíma og hér að neðan má sjá leiðbeiningar fyrir hvorutveggja.

Senda inn álestur í gegnum snjallsíma

    • Farðu inn á heimasíðu okkar www.no.is
    • Skráðu þig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum. Athugið að slá þarf inn kennitölu greiðanda.
    • Smelltu á Notkun og álestrar. Þá opnast eftirfarandi gluggi:

Athugið að aðeins er hægt að skila inn mælaálestri fyrir þá mæla sem eru með merki Norðurorku fyrir framan mælisnúmer á Mínum síðum, aðrir mælar eru fjarlesnir.

Veldu þann mæli sem verið er að lesa af með því að smella á Skrá. Þá opnast eftirfarandi gluggi:

  • Skráðu dagsetningu og stöðu mælis. 
  • Gott er að hlaða einnig upp mynd sem sýnir mælisnúmer og stöðu mælis. Veljið Hlaða upp mynd eða Taka mynd
  • Ef um uppgjörs álestur (árlegan álestur) er að ræða þá á ekki að haka í neðsta kassann. Eftirlitsálestur leiðir ekki til uppgjörs og hentar einungis þeim sem vilja fylgjast vel með notkun sinni og skrá inn álestra reglulega. 
  • Smelltu á Vista og þar með hefur álestur verið sendur.

Senda inn álestur í gegnum tölvu

  • Farðu inn á heimasíðu okkar www.no.is
  • Skráðu þig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum. Athugið að slá þarf inn kennitölu greiðanda.
  • Smelltu á Notkun og álestrar. Þá opnast eftirfarandi gluggi:

Athugið að aðeins er hægt að skila inn mælaálestri fyrir þá mæla sem eru með merki Norðurorku fyrir framan mælisnúmer á Mínum síðum. Aðrir mælar eru fjarlesnir.

Veldu þann mæli sem verið er að lesa af með því að smella á Skrá. Þá opnast eftirfarandi gluggi:

 

  • Skráðu dagsetningu og stöðu mælis 
  • Gott er að hlaða einnig upp mynd sem sýnir mælisnúmer og stöðu mælis. 
  • Smelltu á Vista og þar með hefur álestur verið sendur.

Fyrir þá sem heldur kjósa að skila tölunum símleiðis þá má hafa samband við þjónustuver okkar í síma 460-1300.

Árlegur mælaálestur v/uppgjörsreiknings - Starfsfólk Norðurorku les af mælum

Fyrir þá viðskiptavini sem ekki geta skilað rafrænum álestri í gegnum tölvu, snjallsíma eða með símtali í þjónustuver þá mun starfsfólk Norðurorku að sjálfsögðu áfram tryggja árlegan álestur.

Álesarar okkar bera starfsmannaskírteini Norðurorku með nafni, kennitölu og mynd. Einnig eru þeir í jakka sem auðkenndur er fyrirtækinu. 

Viðskiptavinir eru beðnir um að taka vel á móti álesurum, meðal annars með því að tryggja greitt aðgengi að mælum.

Álestur vegna notendaskipta

Þegar notendaskipti fara fram þarf að skila inn álestri á mælum ásamt fleiri nauðsynlegum upplýsingum og er það gert með því að fylla út flutningstilkynningu eða hringja í þjónustuver Norðurorku í síma 460-1300. 

Það er skráður notandi veitu sem er ábyrgur fyrir notkun, og þar með reikningum, þar til flutningstilkynningu hefur verið skilað til okkar en það er forsenda þess að rétt uppgjör geti farið fram.  

Hægt er að óska eftir því að starfsmaður okkar komi og lesi á mælana, en ef notandi les af sjálfur sparar hann sér kostnað.

Nánari upplýsingar um notendaskipti og eyðublaðið flutningstilkynning má finna hér:  Ertu að flytja? 

Álestur til að fylgjast með eigin notkun

Ef viðskiptavinur vill skrá inn álestur í þeim tilgangi að fylgjast með eigin notkun vekjum við athygli á Mínum síðum en þar er hægt að skrá inn eigin álestur og m.a. bera eigin notkun saman við meðaltal.   

Leiðbeiningar fyrir álestur stafrænna orkumæla

Athugið að þegar um um orkumæli í hitaveitu er að ræða þarf bæði að skila inn álestri fyrir rúmmetra (m3) og kílóvattstunda (kWh).  
Upphafsskjámynd mælis sýnir kWh (kílóvattstundir) en þá er búið að reikna út orkuígildi vatnsins.


Stafrænn orkumælir

Með því fletta einu sinni til hægri (sjá bláan hring á mynd hér að neðan) má sjá rúmmetrastöðu mælis, þ.e. magn vatns (m3) sem runnið hefur í gegn.

Stafrænn orkumælir

Ef haldið er áfram að fletta til hægri má einnig sjá hitastig vatnsins. 
Hægt er að fara til baka með því að ýta á vinstri örvarhnappinn en ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur þá fer hann aftur í upphafsstöðuna sem sýnir orkuígildið (kWh).

Sjá frekari leiðbeiningar á heimasíðu Kamstrup