Norðurorka þakkar þeim fjölmörgu sem sóttu um samfélagsstyrki til félagsins þegar kallað var eftir umsóknum fyrr í vetur. Alls bárust 103 umsóknir sem nú hefur verið unnið úr. Fjölbreytni umsókna var mikil og ánægjulegt var að sjá þá miklu grósku sem ríkir á öllum sviðum samfélagsins. Að þessu sinni hljóta 29 verkefni styrk frá Norðurorku og mun afhending fara fram í janúar 2025.
Um samfélagsstyrki Norðurorku
Norðurorka veitir styrki til samfélagsverkefna fyrir hvert ár. Veittir eru styrkir m.a. til menningar- og lista, æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.
Auglýst er eftir umsóknum að hausti (okt/nóv) og verða frekari upplýsingar birtar hér þegar nær dregur.