Hvern dag berst gríðarlega mikið magn af rusli í nýju hreinsistöð okkar Akureyringa að Sandgerðisbót. Auk þess að valda skaða á umhverfi og dýralífi þá fer mikil vinna og kostnaður í að hreinsa lagnir og búnað ásamt því að farga rusli. Stór hluti aðskotahluta í fráveitukerfinu eru blautklútar. Þó svo að fram komi á umbúðum að blautklútar megi fara í klósettið þá er það einfaldlega ekki rétt. Fráveitukerfið ræður illa við þessa klúta og líkur á bilunum aukast. Með því að ganga vel um fráveituna getum við dregið úr álagi og lækkað kostnað. Sýnum ábyrgð og munum að klósettið er ekki ruslafata.
Hér að neðan má sjá auglýsingu sem Norðurorka hefur verið að birta um óleyfilegt niðurhal á íslensku, ensku og pólsku. Með því að smella á myndina opnast hún í PDF formi og er því skýrari (t.d. til útprentunar).