Vatnsveita

Ný verðskrá vatnsveitu tók gildi 1. janúar 2024

Vatnsgjald

Vatnsgjöld eru innheimt af öllum mannvirkjum innan lóðar sem tilheyra sömu fasteign, en fasteign er nánar skilgreind í fasteignaskrá. Samkvæmt 6. gr. laga um vatnsveitu sveitarfélaga nr. 32/2004 er heimilt að leggja á fasteign almennt vatnsgjald hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign. Mannvirki telst tengt vatnsveitu þegar heimæð hefur verið tengd frá vatnsveitulögn í vatnsinntak notanda. Að jafnaði hefst innheimta við byggingarstig 4. Vatnsveitugjöld eru innheimt með fasteignagjaldi.

Árlegt vatnsgjald samanstendur af fastagjaldi á hverja matseiningu og gjaldi sem miðast við stærð eignar (fermetragjald) skv. fasteignamati. Hámark vatnsgjalds er 0,5% af fasteignamati matshluta eignar. Liggi ekki fyrir upplýsingar um flatarmál fasteignar í fasteignaskrá skal gjaldið taka mið af fasteignamati, þ.e. vera 0,15% af fasteignamati matshluta. Bílskúrar og sambærilegt húsnæði sem stendur við íbúðarhús (á sömu lóð) er undanþegið fastagjaldi.

  • Árlegt vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er fastagjald kr. 11.964 á matseiningu og kr. 179,4 á m2.
  • Árlegt vatnsgjald af atvinnu- og iðnaðarhúsnæði er fastagjald kr. 23.929  á matseiningu og kr. 179,4 á m2.
  • Árlegt vatnsgjald af frístundahúsi er kr. 11.964 á matseiningu og kr. 179,4 á m2, þó aldrei lægra en kr. 33.890.
  • Árlegt vatnsgjald fyrir bændabýli fylgir vatnsgjaldi fyrir íbúðarhúsnæði. Fyrir útihús er ekki greitt fastagjald á matseiningu en greitt er hálft fermetragjald.

Aukavatnsgjald

Auk vatnsgjalds skulu fyrirtæki og aðrir er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða  aukavatnsgjald skv. lögum (7. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004).  Aukavatnsgjald skal að jafnaði innheimta samkvæmt mæli sem Norðurorka leggur til. Mælar eru settir upp í atvinnuhúsnæði og þar sem ætla má að vatnsnotkun sé mikil.

  • Rúmmálsgjald 32,15  kr./m³ fyrstu 100.000 m³ á ársgrunni.
  • Rúmmálsgjald 31,24  kr./m³ ef notkun er 100.000 m³ - 250.000 m³ á ársgrunni.
  • Rúmmálsgjald 28,50  kr./m³ ef notkun er 250.000 m³ - 450.000 m³ á ársgrunni.
  • Rúmmálsgjald 26,32 kr./m³ ef notkun er yfir 450.000 m³ á ársgrunni.

Vatnstökustútur

Árlegt vatnsgjald fyrir aðgang að vatnstökustút (meðal annars til vökvunar, brynningar dýra og þrifa) er kr. 34.121. Innifalið í gjaldi er opnun að vori og lokun að hausti ásamt hefðbundnu viðhaldi heimlagna. Árlegt vatnsgjald fyrir vatnstökustúta sem uppsettir voru fyrir 1. janúar 2018 er kr. 17.060.

Vatnsgjöld eru innheimt með fasteignagjöldum.

Verðskrá vatnsveitu (PDF)

Hafðu samband við okkur í síma 460-1300 eða á no@no.is ef þig vantar frekari upplýsingar.