Metanframleiðsla

Dæmi um metanknúna bíla við afgreiðslustöð metansNorðurorka hf. hefur frá árinu 2014 framleitt metangas úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal ofan Akureyrar.

Í stuttu máli gengur verkefnið út á að safna hauggasi úr 45 borholum, sem boraðar hafa verið á gamla urðunarstaðnum á Glerárdal. Fimm holur eru tengdar saman í einn safnskáp þar sem hverja og eina holu má mæla og stilla sérstaklega. Hauggasið er síðan hreinsað í svokallaðri vatnshreinsistöð og úr verður metangas. Frá hreinsistöðinni er metanið leitt að þjöppustöð sem þjappar metangasinu í 230 bar þrýsting á metanlager, jafnhliða afgreiðslu á ökutæki.

Það er OLÍS sem sér um markaðssetningu og smásölu á metani sem Norðurorka framleiðir.