Neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð fyrr í dag en í viðbragðsáætlun hitaveitu kemur fram að það skuli gert þegar staðan í heitavatnstönkum nálgast öryggismörk.
Nú er kuldatíð í kortunum og miklu frosti spáð eftir helgi. Því má reikna með miklu álagi á hitaveitukerfið en eins og áður hefur komið fram, meðal annars í fréttum frá Norðurorku, er staða hitaveitunnar viðkvæm.