Vatn er án efa ein verðmætasta auðlind jarðar. Á Íslandi búum við svo vel að hafa aðgang að afar góðu og heilnæmu köldu grunnvatni til neyslu án þess að þurfi að meðhöndla það áður.
Eitt af stóru verkefnum Norðurorku er að tryggja nægilegt magn af hreinu og góðu neysluvatni til einstaklinga og fyrirtækja á veitusvæðinu. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur eftirlit með neysluvatninu og sömuleiðis er vinnsla og dreifing vöktuð í samræmi við vottað gæðakerfi Norðurorku.
Norðurorka rekur vatnsveitur á Akureyri, í Hrísey og Grímsey, Svalbarðsstrandahrepp og að hluta í Eyjafjarðarsveit og í Hörgársveit.
Sjá nánar um vatnsveituna og vatnsvernd hér til hægri.