Rafmagn er orðinn órjúfanlegur þáttur í daglegu lífi. Flestum þykir okkur rafmagnið vera sjálfsagt mál og veltum sjaldan fyrir okkur dreifikerfi rafmagns sem slíku. Listinn yfir tæki og búnað sem gengur fyrir rafmagni er óendanlega langur og flestu eigum við erfitt með að sjá fyrir okkur samfélagið ganga eðlilega ef ekki væri fyrir rafmagn.
Norðurorka sér um dreifingu á rafmagni á Akureyri. Í dreifingu raforku fellst, að taka við raforkunni frá flutningsfyrirtæki í svonefndum aðalspennistöðvum og koma rafmagninu þaðan eftir strengjum í minni dreifistöðvar. Rafmagnið er svo leitt eftir strengjum í svonefnda götuskápa og að lokum eftir heimtaug inn í hús viðskiptavinarins.
Sjá nánar um dreifikerfi rafmagns og fleira hér til hægri.