Flestum þykir okkur sjálfsagt að skella okkur í heitt bað eða sturtu og þegar við ferðumst erlendis hugsum við sjaldnast um það með hvaða hætti vatnið verður heitt. Er um að ræða jarðhitavatn eða er vatnið hitað upp með gasi, kolum eða rafmagni?
Íslendingar eru mjög lánsamir að hafa aðgang að þeirri einstöku auðlind sem jarðhitavatn er, en um 90% heimila landsins eiga kost á að nýta sér það.
Norðurorka rekur hitaveitur í sex sveitarfélögum í Eyjafirði og Þingeyjarsveit og eru vinnslusvæði hitaveitu tólf talsins.
Sjá nánari upplýsingar um hitaveituna og hvert vinnslusvæði fyrir sig hér til hægri.