Fréttir & tilkynningar

Varðstu fyrir tjóni vegna rafmagnstruflana?

Við hvetjum viðskiptavini okkar sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum truflana í flutningskerfi Landsnets að fylla út tjónstilkynningu sem er hér í frétt.

Eðlileg notkun á heitu vatni?

Nú er farið að grána í fjöllum og kólna í veðri og fólk því eðilega farið að kynda meira í kringum sig. Til að áætla hvort notkun sé eðlileg getur verið gott að skoða notkunarstuðul húsnæðis.

Brunnur fjarlægður við enda Mímisbrautar

Þessa dagana stendur yfir vinna við brunnafjarlægingu við enda Mímisbrautar (sem liggur að Þórunnarstræti). Gatan er lokuð á meðan framkvæmd stendur yfir.

Margvíslegur ávinningur af snjallmælum

Fyrir viðskiptavini, veitukerfin, auðlindirnar og umhverfið. Með tilkomu snjallmæla getur þú fylgst nánar með notkuninni og þar með haft möguleika á að stjórna orkunotkun heimilisins.

Samningur um nýtingu glatvarma undirritaður

Í vikunni var skrifað undir samning á milli Norðurorku hf. og aflþynnuverksmiðju TDK við Krossanes um nýtingu glatvarma frá verksmiðjunni. Samningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem sömu aðilar gerðu sín á milli í mars á síðasta ári.

Hluti Hamarstígs lokaður vegna framkvæmda

Vegna vinnu við endurnýjarnir á lögnum verður hluti Hamarstígs lokaður fyrir umferð í nokkra daga frá og með mánudeginum 15. júlí. Um er að ræða mikilvæga framkvæmd í þeim tilgangi að styrkja dreifikerfi veitna á svæðinu til framtíðar.

Nýja Hjalteyrarlögnin fullkláruð

Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við lagningu nýrrar aðveituæðar frá Hjalteyri til Akureyrar. Nú hefur stórum áfanga verið náð því hin nýja aðveituæð, oft nefnd Hjalteyrarlögn, er nú fullkláruð

Slys á vatnsverndarsvæði Norðurorku

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum varð alvarlegt rútuslys við Fagranes í Öxnadal í gær. Viðbúnaður viðbragðsaðila var mikill og aðkoma starfsfólks Norðurorku einnig þar sem slysið varð inn á vatnsverndarsvæði.

Námsstyrkur í iðnaðar- og orkutæknifræði

Nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fer aftur af stað haustið 2024 í Háskólanum á Akureyri í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Norðurorka leitar að áhugasömum nýnemum til að styrkja til námsins.

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

Hefð hefur skapast fyrir því að starfsfólk Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, hittist eftir vinnu einn dag að vori og taki til hendinni við höfuðstöðvar Norðurorku sem og við fleiri mannvirki fyrirtækisins.