6. feb 2025

Hættur víða vegna veðurs

Nú er aftakaveður aftur skollið á og staðan orðin þung víða. Áskoranir dagsins eru af ýmsu tagi og snúa að öllum veitum fyrirtækisins. Neyðarstjórn var virkjuð og mönnuð í gærkvöldi og er það enn í dag og starfsfólk Norðurorku hefur síðan í gær unnið hörðum höndum að því að tryggja órofinn rekstur.

Sem dæmi um verkefni dagsins má nefna að vegna vatnságangs er háspennustrengur við Skautahöllina farinn í sundur og einnig ljósleiðari. Grafist hefur undan undirstöðu hitaveitulagnarinnar frá Laugalandi á sama stað en lögnin er óskemmd. Unnið er að viðbrögðum við þessum skemmdum og öðrum sem tengjast veitum Norðurorku.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem þörf krefur.