Dreifiveitur rafmagns kynna hér til umsagnar Netmála 1.0 - Skilmálar um viðbótarkostnað vegna nýrra tenginga við dreifiveitu og stórar fjárfestingar vegna útmötunar.
Um er að ræða afrakstur samvinnu dreifiveitna, þ.e. fyrirtækja sem dreifa og afhenda rafmagn. Netmálinn er unninn á grundvelli raforkulaga og reglugerðar nr. 1040/2005 um framkvæmd þeirra. Hann fjallar um skilmála vegna viðbótarkostnaðar og á við í þeim tilvikum sem dreifiveita þarf að fjárfesta meira en gengur og gerist vegna tiltekins viðskiptavinar. Þetta getur bæði átt við nýjar tengingar og stækkanir á tengingu.
Samorka hefur fyrir hönd dreifiveitnanna óskað eftir umsögnum um Netmála 1.0 og býðst þar kjörið tækifæri til að hafa áhrif á þróun hans. Umsagnarferlið stendur til 14. mars 2025. Vinsamlegast skilið umsögnum til Norðurorku á netfangið no@no.is eða til Samorku, á netfangið katrinh@samorka.is
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15