21. feb 2025

Norðurorka hlaut endurnýjun jafnlaunavottunar 2025-2028

Á dögunum var Norðurorku veitt endurnýjun á jafnlaunavottun fyrir árin 2025-2028 af vottunarfyrirtækinu iCert og uppfyllir fyrirtækið því kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012.
 
Með endurnýjuninni hlýtur Norðurorka einnig nýtt jafnlaunamerki og öðlast heimild til að nota merkið til næstu þriggja ára. Jafnlaunamerkið er skráð vörumerki og er því ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana.
 
Norðurorka leggur áherslu á að gæta skuli fyllsta jafnréttis milli kynja og að hver og einn einstaklingur verði metinn á grundvelli eigin kunnáttu og hæfileika og fái notið jafns réttar. Við erum afar stolt af því að hafa hlotið jafnlaunavottun og að vera handhafar jafnlaunamerkisins. Jafnlaunavottunin hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut og hjálpar okkur að gera góðan vinnustað enn betri.