7. feb 2025

Vinnustaður í fremstu röð

Reglulegar púlsmælingar gefa stjórnendum heildstæða mynd af líðan starfsfólks og gera þeim kleift að…
Reglulegar púlsmælingar gefa stjórnendum heildstæða mynd af líðan starfsfólks og gera þeim kleift að auka starfsánægju á vinnustaðnum enn frekar.

Síðastliðið ár hefur Norðurorka nýtt sér púlsmælingar Moodup. Um er að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í könnunum meðal starfsfólks og staðfestir að á vinnustaðnum ríki mikil starfsánægja og framúrskarandi vinnustaðamenning. Reglulegar púlsmælingar á vegum Mood-up gefa stjórnendum heildstæða mynd af líðan starfsfólks og gera þeim kleift að auka starfsánægju á vinnustaðnum enn frekar.

Til þess að hljóta þessa viðurkenningu Moodup þurfa fyrirtæki að uppfylla þrjú skilyrði:

  • Mæla starfsánægju að minnsta kosti einu sinni á ársfjórðungi.
  • Bregðast við endurgjöf starfsfólks.
  • Ná árangursviðmiði um starfsánægju miðað við aðra íslenska vinnustaði.

Með því að uppfylla ofangreind skilyrði hefur Norðurorka sýnt í verki að stjórnendur hlusta á starfsfólk og sýna í verki að álit þessi skipti máli. Þess má geta að svarhlutfall í Norðurorku var einstaklega gott eða 98%.

Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sem staðfestir að Norðurorka hugsar vel um sitt starfsfólk og tryggir því framúrskarandi starfsumhverfi.