2. apr 2025

Ársfundur Norðurorku hf. 2025

Ársfundur Norðurorku hf. verður haldinn í menningarhúsinu Hofi, miðvikudaginn 9. apríl kl. 15:00.

Á fundinum verður boðið upp á fróðleg erindi úr ýmsum áttum. Sem viðfangsefni má m.a. nefna:

  • Boranir tveggja, nýrra vinnsluholna hitaveitu á árinu.
  • Alvarleg atvik innan vatnsverndarsvæðis sl. sumar.
  • Stiklað á stóru úr aldarfjórðungssögu Norðurorku.
  • Áskoranir í net- og upplýsingaöryggsimálum.
  • Helstu verkefni fráveitunnar á Akureyri.
  • Nýting glatvarma frá TDK.

Verið öll velkomin.

Um takmarkað sætaframboð er að ræða og því hvetjum við þau sem hyggjast mæta á fundinn til að skrá sig sem fyrst.

Skráning