Vonskuveður hefur gengið yfir svæðið í dag með miklu vatnsveðri. Mikil rigning og leysing hefur valdið vatnsflóði víða um bæinn, þá sérstaklega niður Lækjargilið, Hafnarstræti og göturnar þar í kring urðu illa úti.
Starfsfólk Norðurorku, ásamt fjölmörgum viðbragðsaðilum, hefur frá því í dag unnið að því að bregðast við og lágmarka tjón. Útlit er fyrir að afleiðingarnar séu miklar og víða töluverð vinna framundan. Mesta vatnsveðrið er nú gengið yfir í bili og fráveitukerfið farið að hafa undan. Enn er þó vinna í gangi hjá viðbragðsaðilum.
Á morgun er von á öðrum hvelli og mun okkar fólk búa í haginn eins og mögulegt er.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15