Verðskrá raforkudreifingar hækkar um 5% þann 1. júlí 2018.
Almennt verð dreifingar frá 1. júlí er 3,68 kr. á kWst., flutningsgjald Landsnets kr. 1,85 á kWst. og jöfnunargjald í ríkissjóð er kr. 0,30 á kWst. eða samtals kr. 5,83 á kWst. Við bætist virðisaukaskattur 24% á almenna raforkudreifingu og 11% á hitataxta.
Verðskrá raforkudreifingar Norðurorku fellur undir tekjuramma Orkustofnunar. Verðskrá Norðurorku þarf þannig að falla að raforkulögum m.t.t. tekna á móti kostnaði samkvæmt ákveðnu reiknilíkani. Með verðbreytingunni er fyrirtækið innan ramma Orkustofnunnar þannig að framlegð af raforkudreifingunni standi undir kostnaði við rekstur.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15