7. jan 2016

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna

Norðurorka hf. auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október s.l. og rann umsóknarfrestur út þann 15. nóvember.

Alls bárust 94 umsóknir frá 88 aðilum (sama félag í sumum tilvikum með umsóknir um fleiri en eitt verkefni).  Flestar umsóknir bárust frá aðilum á Akureyri og síðan af Eyjafjarðarsvæðinu en nokkrar umsóknir af höfuðborgarsvæðinu.

Fjölbreytni umsókna er mikil og ánægjulegt að sjá þá miklu grósku sem er í samfélaginu. Alls hljóta 43 verkefni styrk að þessu sinni og er heildarfjárhæð styrkja sjö milljónir króna.

Eins og áður eru mörg verkefni á sviði menningar og lista og starfs með börnum og unglingum.  Að þessu sinni er nokkur áhersla á styrki til forvarnarverkefna af ýmsu tagi en ekki síður á verkefni sem tengjast fjölmenningu, nýbúum og flóttafólki.

Eins og áður er áherslan á verkefni á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsveit.  Í þeim efnum má segja að almennt sé reynt að tryggja ákveðna dreifingu um svæðið.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau verkefni eða þá aðila sem hljóta styrk, en einnig hópmynd af styrkþegum eða fulltrúum þeirra.

Umsækjandi - styrkþegi

Málefni

Alzheimer Café

Viðburður fyrir alzheimer
 sjúka og aðstendur

Alþjóðlegt eldhús

Matarhátíð og kynning -
efla tengsl milli Íslendinga og innflytjenda

Álfkonur

Ljósmyndasýning í Lystigarðinum

Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar

Félagsaðstaða klúbbsins

Dagbjört Brynja Harðardóttir Tveiten

"Heimsóknir" - sýningarröð
helguð hversdagshetjum

Listakonan í Fjörunni

Gerð útilistaverks í tilefni af 100 ára
fæðingarafmæli Elísabetar Geirmundsdóttur

Félag um ljóðasetur

Sýningar og fyrirlestrar

Forvarna- og félagsmálafulltrúar á Akureyri

Forvarnarátak með fjölmiðlum
- Námskeið - Forvarnir

Fimleikafélag Akureyrar

Tilraunaverkefni vegna
barna með sérþarfir

Fjölsmiðjan

Merktur vinnufatnaður á starfsmenn

Foreldrafélag Hrafnagilsskóla

Styrkur til að bæta aðstöðu til
útikennslu á útisvæði Hrafnagilsskóla

Grófin geðverndarmiðstöð

Fræðsla og stuðningur

Hjartavernd Norðurlands

Forvarnir - almenningi boðið upp
 á mælingu blóðþrýstings o.fl.

Hljómsveitin Cuba Libre

Kynning á kúbverskri og
suðuramerískri tónlist í grunnskólum

Hollvinir Látra Bjargar

Minnismerki um Látra Björgu
í tilefni af 300 ára fæðingarafmæli

Hólmfríður Árnadóttir

Kaup á hugbúnaði fyrir  spjaldtölvur
- þjálfun leikskólakennara

Hvar er draumurinn

Forvarnar stuttmynd fyrir unglinga

Íslenskuþorpið

Tungumálakennsla fyrir nýbúa

ÍSOLD  - Kammerkór

Kórverk - tónlist íslenskra kvenna
- æfingar og flutningur

Jólaaðstoðin, Mæðrastyrksnefnd, RKÍ, Hjálp-
ræðisherinn og Hjálparstofnun Kirkjunnar

Styrkir bágstaddra einstaklinga
og fjöldskyldna

Jón Þorsteinsson söngvari

Hljómplötuútgáfa í tilefni
100 ára afmæli Ólafsfjarðarkirkju

KA - Unglingaráð handknattleiksdeildar

Endurnýjun á óhlutlægum
búningum KA/Þór kvennahandbolti

Kakstus - Menningarfélag

Lista- og menningarrými
- sýningarsalur í Listagilinu

Karatefélag Akureyrar

Styrkur til búnaðarkaupa
- búningar o.fl.

Klókir krakkar - kvíðameðferð

Styrkur fyrir hópmeðferð fyrir
8-12 ára krakka sem glíma við kvíða

Legó-lið Nausta- og Lundaskóla

First Lego League - þátttaka í keppni

Lions-klúbburinn Ylfa Akureyri

Lestrarátak fyrir innflytjenda
börn - námsgöng

Vinafélag Ljósavatnskirkju

Styrkur til að viðhalda þekkingu
á uppgerð og viðhaldi gamalla húsa

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri

Styrkur til leiksýningar veturinn 2016

Norðlenskar konur í tónlist

"Á sjó, í lofti, á landi - Norðlenskar konur
- tónleikaröð 2015

Rauði krossinn við Eyjafjörð

Uppbygging og endurbætur
á aðstöðu deildarinnar á Akureyri

RÓT - menningarfélag

Rót-listahátíð - sumarið 2016

Samtaka - samtök foreldrafélaga á Akureyri

Málþing um mótun viðmiða um
örugga netnotkun barna og unglinga

Sigurhæð - Menningarmiðstöð

Söguminjasafn Ólafsfjarðar
- uppbyggingastyrkur

Skíðafélag Akureyrar

Kynning á skíðaíþróttinni fyrir
grunnskólabörn - Andrésarskíðaskólinn

Skíðafélag Ólafsfjarðar

Skíðaskóli fyrir 1 og 2 bekk

Sumaraftan - kvöldstund í kirkju

Menningardagskrá í Ljósavatnskirkju
og Þorgeirskirkju

Tónlistarfélag Akureyrar

Tónleikar 2015-2016 - boð til
barna í nágrannasveitarfélögum

Una Haraldsdóttir - afreksstyrkur

Afreksstyrkur - píanó og orgel nám

Ungmennafélagið Smárinn

Púl er kúl - samstarfsverkefni
Ungmennafélagsins og Þelamerkurskóla

Útgerðarminjasafnið á Grenivík

Stuðningur við gerð heimasíðu

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Söfnun og kynning á tónlistararfinum

Þór - handboltadeild

Fræðsla til iðkenda um heilbrigt líferni

 

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2016