Norðurorka óskar Akureyringum til hamingju með nýja hreinsistöð fráveitu á Akureyri.
Það er stór áfangi fyrir samfélagið við Eyjafjörð að fráveituvatnið sé nú loksins hreinsað áður en því er veitt út í fjörðinn. Hreinsistöðin er svokölluð 1. þreps hreinsun og er byggð í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Við erum stolt af áfanganum.
Þessar fyrstu vikur höfum við síað að meðaltali 60 kíló á sólarhring af föstum efnum úr fráveituvatninu sem annars hefðu farið í Eyjafjörðinn. Þetta jafngildir rúmlega 20.000 kg á ári.
Munum að klósettið er ekki ruslafata!
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15