29. jan 2021

Truflanir í hitaveitu í Hrísey. Uppfært - viðgerð lokið

Uppfært 12. febrúar.
Í vikunni var lokið við viðgerð og hitaveitukerfið í Hrísey því farið að starfa eðlilega.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið húseigendum í Hrísey.


Vegna bilunar í lokabúnaði við borholu hitaveitu í Hrísey getur verið loft í hitaveituvatninu sem valdið getur truflun í ofnakerfum notenda. 
Umrædd bilun er í mótordrifnum loka sem skammtar vatn úr borholu inn á svokallaða loftskilju sem hefur það hlutverk að skilja ýmiskonar lofttegundir frá hitaveituvatninu sem koma með vatninu úr borholunni. Bilunin veldur því að meira vatn rennur gegnum skiljuna en venjulega og skilur hún því loftið ekki jafnvel frá og vanalega.

Beðið er eftir þeim varahlutum sem vantar og mun viðgerð fara fram um leið og þeir berast.
Þangað til er notendum bent á að tappa lofti af ofnum, verði þeir varir við að hitakerfi virki ekki eins og vant er. 

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægdinum sem bilunin kann að valda og bendum húseigendum í Hrísey á að hægt er að hringja í síma 460-1300 fyrir frekari upplýsingar eða senda póst á no@no.is.