Verðskrá fyrir frístundahús má sjá í almennri verðskrá Norðurorku sem gildir hverju sinni.
Hafa ber í huga að meta þarf í hvert skipti hvort tæknilegar og fjárhagslegar forsendur eru fyrir tengingu þessara húsa við veitukerfið. Norðurorka áskilur sér rétt til þess að setja sérstök skilyrði fyrir tengingu þegar veruleg frávik eru fyrir hendi eða í versta falli að hafna tengingu húss við veitukerfið.
Meðal skilyrða sem kunna að verða sett eru að eigandi fasteignar skuldbindi sig til þess að kaupa ákveðið lágmarks magn vatns til þess að tryggja eðlilega nýtingu vatnsins sem orkumiðils. Sú almenna regla gildir um frístundahús að lágmarks kaup þeirra skulu vera 300 rúmmetrar á ári eða 12.800 kílóvattsstundir í orkumælingu (Reykjaveita). Einnig hvílir sú skylda á eigendum frístundahúsa, hesthúsa o.s.frv. að koma fyrir sérstökum tengikassa utan á húsum sínum þar sem inntaki, tengigrind og öðrum nauðsynlegum búnaði skal komið fyrir.
Hafðu samband við okkur í síma 460-1300 eða á no@no.is ef þig vantar frekari upplýsingar.