Á hverju hausti sækir starfsfólk Norðurorku viðskiptavini heim til að lesa af rafveitu- og hitamælum og neysluvatnsmælum þar sem það er mælt. Þessa dagana er mælaaflestur í fullum gangi.
Ellefu mánuði ársins eru sendir út reikningar til viðskiptavina út frá áætlaðri rafmagns- og heitavatnsnotkun. Í kjölfar aflesturs á haustin eru sendir út reikningar miðað við raunnotkun og þá geta bæði myndast inneignar- eða skuldareikningar hjá viðskiptavinum. Sem þýðir að í sumum tilfellum verður krónutala reiknings eftir aflestur önnur en aðra mánuði ársins.
Skylt er að hafa alla mæla, inntaksloka og stofntengibox eða inntakskassa aðgengilega fyrir starfsfólk Norðurorku. Inntaksrýmin eiga að vera með niðurfalli og óheimilt er að birgja inntök og mæla með innréttingum og/eða hillum.
Húseigendur eru vinsamlegast beðnir um að taka vel á móti aflesurum og tryggja þeim greitt aðgengi að mælum.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15