8. ágú 2012

Afmælisganga meðfram Glerá

Á fimmtudögum í sumar standa afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri fyrir svo nefndum afmælisgöngum í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Göngurnar eru kl. 20:00 á fimmtudögum. Fimmtudaginn 9. ágúst er gangan í samstarfi við Norðurorku hf.

Á fimmtudögum í sumar standa afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri fyrir svo nefndum afmælisgöngum í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar.  Göngurnar eru kl. 20:00 á fimmtudögum.  Fimmtudaginn 9. ágúst er gangan í samstarfi við Norðurorku hf.

Baldur Dýrfjörð leiðir gönguna og fræðir göngugesti um nýtingu Glerár og Glerárdals í fortíð og nútíð og segir frá starfsemi Norðurorku á svæðinu – vatnsveitu, rafveitu og hitaveitu.
Safnast verður saman sunnan við gámastöðina á Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg (á svæðinu þar sem áramótabrennan er árlega), þar sem gangan hefst en hún endar síðan í Glerárstöð þar sem kostur gefst á því að skoða stöðina.

Gangan tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar.