25. apr 2025

Áframhaldandi endurnýjun fráveitulagnar sem liggur frá MS

Í fyrra var gamla lögnin endurnýjuð að hluta. Í næstu viku munum við halda framkvæmdinni áfram.
Í fyrra var gamla lögnin endurnýjuð að hluta. Í næstu viku munum við halda framkvæmdinni áfram.

Síðastliðið sumar varð vart við jarðsig í vesturenda Furulundar. Ástæðuna mátti rekja til fráveitulagnar sem lá til austurs frá MS og var komin á tíma. Í kjölfarið var farið í það verkefni að endurnýja gömlu lögnina að hluta. Verkefnið var vandasamt þar sem að lögnin var stór og um hana fóru daglega um 1000 m³ (eða 1.000.000 lítrar). Ekki var mögulegt fyrir MS að stöðva framleiðsluna á meðan framkvæmdum stóð en með góðri skipulagningu tókst verkefnið afar vel.

Í næstu viku (viku 18) munum við halda áfram með endurnýjun lagnarinnar, meðfram Furulundi 4A-4J, yfir Skógarlund og niður í Tjarnarlund. Samhliða endurnýjun fráveitulagnar verður einnig lögð regnvatnslögn í hluta Tjarnarlundar. Áætlað er að framkvæmdir muni standa yfir í mánuð. Á meðan verður ekki hægt að aka um hluta Skógarlundar, en hjáleið verður um Furulund.

Við erum meðvituð um þau óþægindi sem framkvæmdirnar kunna að valda íbúum á svæðinu. En við vonumst þó til að mæta gagnkvæmum skilningi og teljum að með samvinnu og góðum vilja sé hægt að leysa þær áskoranir sem geta komið upp.

Ef spurningar vakna, þá endilega hafið samband við okkur: