9. mar 2012

Ágúst Torfi til Jarðborana hf.

Ágúst Torfi Hauksson ráðinn forstjóri Jarðborana hf. Stjórn Jarðborana hf. hefur ráðið Ágúst Torfa Hauksson, verkfræðing sem nýjan forstjóra Jarðborana hf. og mun hann hefja störf nú á næstunni samkvæmt samkomulagi við fyrri vinnuveitanda.

Eftirfarandi frétt er birt á heimasíðu Jarðborana hf.

---

Ágúst Torfi Hauksson ráðinn forstjóri Jarðborana hf.
Stjórn Jarðborana hf. hefur ráðið Ágúst Torfa Hauksson, verkfræðing sem nýjan forstjóra Jarðborana hf. og mun hann hefja störf nú á næstunni samkvæmt samkomulagi við fyrri vinnuveitanda.

Ágúst er 37 ára gamall vélaverkfræðingur. Hann lauk B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands árið 1999 og meistaranámi við University of British Columbia í Kanada árið 2001. Ágúst hefur m.a. stundað rannsóknir í varmafræðum við University of British Columbia og unnið hjá VGK verkfræðistofunni m.a við verkefni tengd orkuvinnslu og nýtingu jarðvarma. Á árunum 2005 til 2011 var Ágúst framkvæmdastjóri hjá Brim hf. á Akureyri, en frá 2011 hefur Ágúst starfað sem forstjóri Norðurorku hf. Hann er kvæntur Evu Hlín Dereksdóttur, verkfræðingi og eiga þau tvær dætur.