Klukkan 12:25 þann 2. október varð stór truflun í flutningskerfi Landsnets
Margir viðskiptavinir dreifikerfis Norðurorku urðu varir við rafmagnstruflanir víða í bænum sem og rafmagnsleysi á afmörkuðu svæði við Rangárvelli. Vel gekk að koma öllum veitukerfum Norðurorku í fulla virkni á ný.
Varðstu fyrir tjóni?
Við hvetjum viðskiptavini okkar sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum rafmagnstruflana að senda inn tilkynningu á vef Norðurorku. Athugið, dreifikerfi rafveitu Norðurorku takmarkast við Akureyri. Vegna tjóna í nærliggjandi sveitarfélögum skal hafa samband við RARIK.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við þjónustuver Norðurorku í síma 460-1300 eða á netfangið no@no.is.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15