Undanfarin ár hafa sameinuðu þjóðirnar haldið upp á dag vatnsins þann 22. mars og er markmiðið með deginum m.a. að auka vitund fólks á nauðsynlegu aðgengi að hreinu vatni. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og tryggja sjálfbærni á nýtingu þess.
Á degi vatnsins er fólk hvatt til að velta fyrir sér hvers virði vatnið er og hvað við getum gert til að viðhalda þeim lífsgæðum sem fylgja öruggu framboði af hreinu vatni. Vatnið er án efa ein verðmætasta auðlind jarðar.
Við búum við þau forréttindi hér á Íslandi að hafa gott aðgengi að fersku vatni sem ekki þarf að meðhöndla fyrir neyslu. Langstærsti hluti landsmanna hefur greiðan aðgang að fersku vatni, en rúmlega 95% er ómeðhöndlað grunnvatn. Íslendingar nota mjög mikið af vatni og stundum verðum við jafnvel kærulaus við notkunina og látum vatnið renna að óþörfu.
Hér má sjá myndband þar sem minnt er á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir vatninu og láta það ekki renna að óþörfu.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15