Undanfarið hefur Norðurorka unnið að því að dreifa árlegu uppgjöri innan ársins eftir svæðum og var breyting á uppgjörstímabili kynnt á heimasíðu okkar fyrr á þessu ári. Tilgangur breytingarinnar er að draga úr álagspunktum sem annars voru að myndast á haustin og höfðu áhrif á þjónustustig annarra þátta. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er ekki verið að lesa af mælum á öllu þjónustusvæði Norðurorku heldur er að þessu sinni um að ræða álestur í hluta Naustahverfis, Innbæjar og Gerðahverfis.
Síðastliðið haust kynnti Norðurorka nýja lausn og hvatti viðskiptavini sína til að lesa sjálfir af mælum sínum og senda inn rafrænan álestur.
Nýju lausninni var vel tekið og nýttu flestir sér möguleikann á að skila inn rafrænum álestri sem gerði okkur kleift að takmarka heimsóknir inn á heimili viðskiptavina.
Um leið og við þökkum fyrir afar góð viðbrögð við nýju lausninni þá hvetjum við viðskiptavini okkar á svæðinu sem sést á myndinni hér fyrir ofan til þess að lesa af mælum sínum og senda álesturinn rafrænt. Við munum að sjálfsögðu lesa áfram af hjá þeim sem þess óska.
Frekari upplýsingar um mælaálestur almennt og leiðbeiningar um hvernig á að skila inn álestri rafrænt má finna hér.
Til að skila inn álestri á mínum síðum ýtið hér.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15