Landsvirkjun heldur ársfund sinn föstudaginn 15. apríl næstkomandi. Yfirskrift fundarins er "Arður í orku framtíðar".
Í frétt frá Landsvirkjun kemur fram að eftirspurn eftir raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum hafi aukist verulega og hefur fyrirtækið staðið fyrir umfangsmikilli greiningarvinnu á þýðingu þessara breytinga.
Jafnframt kemur fram í fréttinni að niðurstöður sýni að áhugaverð tækifæri séu fyrir hendi sem meðal annars fela í sér uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar, sölu á grænum þætti raforkunnar og tengsl við nýja markaði. Landsvirkjun telur að ef rétt verði á málum haldið geti orkugeirinn á Íslandi haft sambærilega þýðingu og olíuiðnaðurinn fyrir Noreg.
Landsvirkjun býður til kynningar og opinnar umræðu um þau tækifæri sem fyrirtækið stendur frammi fyrir, auk kynningar á árangri ársins 2010. Fundurinn hefst kl. 14.00 á Grand Hótel.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15