Ársfundur Norðurorku hf. verður haldinn föstudaginn 11. apríl nk. kl. 15:00 í Menningarhúsinu Hofi.
Á fundinum eru spennandi erindi sem í tilefni 100 ára afmæli vatnsveitu á Akureyri árið 2014 er tileinkuð vatni. Þess ber að geta að næsta haust mun Norðurorka hf. standa fyrir opnu málþingi í tilefni afmælisársins og verður hún nánar kynnt þegar nær dregur.
Linda Georgsdóttir verkfræðingur hjá Orkustofnun flytur erindið “Vatn takmörkuð auðlind.
Linda fjallar um nýtingu á vatnsauðlindum landsins og hversu takmörkuð auðlindin er í raun. Orkustofnun hefur í samstarfi við Veðurstofuna safnað upplýsingum um vatnstaka.
Hrólfur Sigurðsson sérfræðingur hjá MATÍS flytur erindið “Öryggi og gæði neysluvatns.
Hrólfur fjallar um þær hættur sem neysluvatni stafar af örveru- og efnamengun. Auk þess fjallar hann um þær mælingar sem framkvæmdar eru á neysluvatninu.
Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur flytur erindið “Vatnsvernd og landnotkun
Vatnsból Orkuveitu Reykjavíkur eru átján og er vatninu veitt til fimmtán svæða að hluta eða öllu leyti á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Viðfangsefnin eru mismunandi eftir svæðum. Álag hefur t.d. aukist á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins vegna umferðar og ýmiss konar starfsemi og á Hengilssvæðinu kallar orkunýting á förgun affallsvatns frá virkjununum.
Árni Hjartarson jarðfræðingur hjá ÍSOR flytur erindið “Vatnsból í nágrenni Akureyrar – jarðfræði og saga vatnsöflunar.
ÍSOR (áður Orkustofnun) hefur árum saman séð um rannsóknir fyrir Vatnsveitu Akureyrar og síðar Norðurorku hf. Mikil þekking hefur því safnast um vatnsból í nágrenni Akureyrar. En horfa þarf til framtíðar og rannsóknum þarf að halda áfram og ný svæði eru tekin til rannsókna.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15