Orkustofnun fer með stjórnsýslu í orkumálum og aflar þekkingar á orkulindum og öðrum jarðrænum auðlindum og safnar í því skyni gögnum og heldur utanum gagnagrunn þar að lútandi. Þá stendur hún fyrir rannsóknum á auðlindum landsins á þessu sviði og áætlanagerð um orkubúskap þjóðarinnar. Orkustofnun fer með leyfisveitingar vegna rannsókna og nýtingar, auk eftirlits með þeim aðilum sem slík leyfi fá. Þá annast Orkustofnun eftirlit með framkvæmd raforkulaga, sérstaklega sérleyfishluta þeirra, flutningi og dreifingu raforku, sem og sérlögum á sviði auðlindamála.
Á ársfundi Orkustofnunar verða flutt athyglisverð erindi og ávörp.
Ávörp flytja Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.
Ingvar Birgir Friðleifsson forstöðumaður Jarðhitaskólans mun fjalla um nýjungar í starfi skólans, Lárus M.K. Ólafsson, yfirlögfræðingur OS, mun fjalla um stjórnsýslulegt hlutverk Orkustofnunar, Kristinn Einarsson yfirverkefnisstjóri auðlindamála á OS mun fjalla um þróun vatnalaga og hlutverk Orkustofnunar, Ívar Þorsteinsson, verkefnisstjóri raforkueftirlits OS, mun fjalla um raforkueftirlit í 8 ár og loks mun Svanfríður Inga Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, fjalla um "verndu og nýtingu".
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15