Síðdegis á morgun (föstudag) tekur gul veðurviðvörun gildi á okkar svæði. Spáð er sunnan 10-18 m/s, rigningu með köflum og 5-12 stiga hita. Töluverður snjór er í bænum og því má gera ráð fyrir miklum leysingum með tilheyrandi vatnsflaumi á götum.
Norðurorka tekur undir hvatningu frá Veðurstofunni þar sem fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum við hús sín og tryggja þannig að vatn safnist ekki fyrir heldur komist leiðar sinnar ofan í fráveitukerfið.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15