Norðurorka undirbýr mat á umhverfisáhrifum hreinisstöðvar fráveitu á Akureyri.
Verkið er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 660/2015, en framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 11.04 í fyrsta viðauka laganna. Með matinu eru könnuð nánar umhverfisáhrif hreinsistöðvarinnar. Fyrir liggja drög að tillögu að matsáætlun sem hægt er að kynna sér hér.
Allir hafa rétt á því að gera athugasemdir við drögin en frestur til þess að gera athugasemdir rennur út 18. febrúar n.k. Að athugasemdafresti liðnum verður tillagan ásamt athugasemdum send til Skipulagsstofnunar til umfjöllunar.
Ábendingar og athugasemdir við tillöguna á að senda með tölvupósti á netfangið fridrika.marteinsdottir@efla.is eða með bréfpósti á;
EFLA - svæðisskrifstofa Akureyri
Hofsbót 4
600 Akureyri
Merkt; Hreinistöð fráveitu. - Mat á umhverfisáhrifum.
Auglýsingu vegna tillögunnar má sjá hér að neðan.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15