Föstudaginn 15. febrúar skrifuðu Norðurorka hf. og Leikfélag Akureyrar undir bakhjarlasamning sem felur í sér stuðning Norðurorku við félagið.
Lögð er áhersla á að þeir fjármunir sem lagðir eru í verkefnið séu sérstaklega nýttir til viðburða sem standa bæjarbúum endurgjaldslaust til boða og/eða snúa að þjónustu við börn og ungmenni. Meðal þjónustu sem Leikfélagið býður upp á fyrir börn og ungmenni eru Ævintýramorgun LA og Leiklistarskóli LA.
Frá undirritun samningsins Ragnheiður Skúladóttir listrænn stjórnandi Leikfélags Akureyrar og
Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15