25. ágú 2011

Beðið með ákvörðun um Vesturveitu II

Úr Djúpadal
Úr Djúpadal
Á síðasta ári var lögð hitaveita frá dælustöð á Botni í Eyjafjarðarsveit inn að landi Hólshúsa þar sem lögnin skiptist og fer inn að Grund annars vegar en hins vegar inn að Finnastöðum.

Á síðasta ári var lögð hitaveita frá dælustöð á Botni í Eyjafjarðar-sveit inn að landi Hólshúsa þar sem lögnin skiptist og fer inn að Grund annars vegar en hins vegar inn að Finnastöðum. 

Frá upphafi var gert ráð fyrir þeim möguleika að haldið yrði áfram með lögnina inn að Miklagarði.  Þessi annar áfangi hefur verið hannaður og kostnaðarreiknaður og metur Norðurorka það svo að fýsilegt sé að leggja þennan II áfanga Vesturveitu, enda taki allir mögulegir viðskiptavinir á lagnaleiðinni inn hitaveitu.

Til þess að skapa öllum hlutaðeigandi aðilum svigrúm til þess að undirbúa sig sem best og meta hvort þeir vilja tengjast veitunni hefur verið ákveðið að fresta endanlegri ákvörðun um framkvæmdir við Vesturveitu II fram á næsta vor.