3. jún 2013

Bilun í Reykjaveitu í Fnjóskadal - heitavatnslaust 4. júní

Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitunnar þarf að taka vatnið af frá kl. 8.30 og fram eftir degi þriðjudaginn 4. júní.

Tilkynning til viðskiptavina Norðurorku í Reykjaveitu

Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitunnar þarf að taka vatnið af frá kl. 8.30 þriðjudaginn 4. júní og mun viðgerð standa fram eftir degi.

Bilunin er skammt frá Fjósatungu þannig að lokunin á við svæðið norðan Illugastaða (Fnjóskadalur norðan Illugastaða, Grýtubakkahreppur og Grenivík).

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem af þessu leiðir og vonum við að hratt og vel gangi að gera við bilunina.

Upplýsingar um framvindu málsins verða inn á heimasíðu Norðurorku www.no.is

Viðskiptavinir eru beðnir að kynna sér "GÓÐ RÁÐ KOMI TIL ÞJÓNUSTUROFS".

Kveðja, starfsfólk Norðurorku

 

Bilun í stofnlögn Reykjaveitu við Fjósatungu maí 2013