Fyrirtækið Orkey ehf. var stofnað í byrjun árs 2007 og hefur síðan þá unnið að þróunarverkefni sem gengur út á að vinna lífdísil úr ýmiskonar úrgangsolíu sem til fellur hér innanlands. Verksmiðju félagsins var komið upp við Njarðarnes á Akureyri haustið 2010 og hefur framleiðsla verið í gangi þar síðan. Þau tímamót urðu í sögu félagsins að í síðasta túr togarans Björgvins EA-312 frá Dalvík brenndi ein af vélum skipsins lífdísel frá Orkey í tvo sólarhringa samfellt.
Framleiðsla Orkey ehf. á ársgrundvelli er um 300 tonn en möguleiki að auka hana verulega með tiltölulega litlum tilkostnaði upp í 2.500 tonn. Að sögn Kristins Sigurharðarsonar framkvæmdastjóra félagsins er þetta auðvitað aðeins brot af þeim 300.000 tonnum sem fiskiskipafloti Íslendinga notar en sýnir engu að síður þá möguleika sem eru á nýtingu úrgangsfeiti ýmiskonar, sem annars væri fargað með hefðbundum hætti. Í dag notar Orkey fyrst og fremst dýrafitu og steikingarfitu til lífdísilframleiðslunnar, en hægt er að nota margskonar annað hráefni einnig.
Norðurorka hf. er ásamt 15 öðrum aðilum hluthafi í Orkey ehf.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15