Í vikunni var skorað á starfsmenn Norðurorku hf. að mæta í einhverju bleiku í tilefni dagsins. Margir urðu við kallinu og hér að neðan má sjá myndir af starfsfólkinu fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins.
Í tilefni dagsins fengu konur í fyrirtækinu að gjöf taupoka sem Dömulegir dekurdagar eru að selja til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar.
Dömulegir dekurdagar standa yfir dagana 11. - 14. október á Akureyri. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og má sjá dagskrána hér. Skipuleggjendur dömulegra dekurdaga vilja láta gott af sér leiða og upp kom sú hugmynd að leita leiða til að styrkja Krabbameinafélagið á Akureyri. Með samstarfi listakvenna í vinnustofunni 10AN í Listagilinu og kennara og nemenda í Verkmenntaskólanum á Akureyri var farið í það verkefni að handþrykkja munstur á taupoka sem síðan eru seldir og rennur ágóðinn óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar. Það er Bryndís Óskarsdóttir grafískur hönnuður sem hannaði mynstrið á pokunum.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15