25. maí 2011

Blöndulína 3 - Kynningar- og samráðsfundur Landsnets og Akureyrarbæjar

Verksmiðja Becromal í Krossanesi
Verksmiðja Becromal í Krossanesi
Landsnet hefur um skeið unnið að undirbúningi að styrkingu á flutningskerfinu á Norðurlandi.

Kynningar- og samráðsfundur Landsnets og Akureyrarbæjar vegna Blöndulínu 3 og nauðsynlegra breytinga sem gera þarf á aðalskipulagi Akureyrar verður haldinn í dag.

Landsnet hefur um skeið unnið að undirbúningi á styrkingu flutningskerfisins á Norðurlandi.  Meðal annars er unnið að undirbúningi að lagningu Blöndulínu 3, sem er 220 kV háspennulína milli Blöndustöðvar og Akureyrar.  Verkefnið tengist uppbyggingu álþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri, en er jafnframt  fyrsti áfangi í endurbyggingu byggðalínuhringsins fyrir aukinn orkuflutning.

Gerð hefur verið matsáætlun fyrir Blöndulínu 3, þar sem undir-búningsferlið er skilgreint og í samræmi við það hefur Landsnet í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög unnið að skipulagsmálum, náttúrufarsrannsóknum og fleiru.