11. ágú 2011

Bráðabirgðaviðgerð á stofnlögn lokið

Í ljós kom að bilun á stofnlögn að efra Gerðahverfi var mun meiri en í fyrstu var talið.

Í ljós kom að stofnlögn að efra Gerðahverfi var mun meira skemmd en í fyrstu var talið.  Var því tekin ákvörðun um að gera við lögnina til bráðabirgða og hleypa vatni á hverfið síðdegis í dag.  Þetta þýðir hins vegar að nauðsynlegt er að halda viðgerð áfram á morgun föstudaginn 12. ágúst og ljúka verkinu endanlega.  Nauðsynlegt verður því að loka fyrir vatnið að nýju á meðan skipt er um þann hluta stofnlagnarinnar sem skemmdur er.

Nánar verður greint frá tímasetningum lokanna á morgun þegar nánar verður búið að skipuleggja verkið. 

Viðskiptavinum er áfram bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur eftir lokunina á morgun.  Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði.  Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á.  Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við píplagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.